Öruggt rými fyrir samskipti barna á netinu

Netvinir er íslenskt smáforrit sem hjálpar börnum, foreldrum og skólasamfélaginu að eiga örugg og ábyrg samskipti á netinu. Hér geta börn spjallað við vini, bekkjarfélaga og fjölskyldu – á stað þar sem öryggi er í fyrirrúmi og foreldrar hafa skýra yfirsýn.

Af hverju Netvinir?

  • Öruggur samskiptavettvangur fyrir yngri og miðstig
  • Börn geta ekki bætt ókunnugum í hópa
  • Foreldrar sjá öll samskipti barnsins
  • Engar auglýsingar eða söfnun notendagagna
  • Hentar bæði heimili, skóla og tómstundum
  • Lokað, öruggt og íslenskt vistkerfi

Markmiðið okkar er einfaldlega að skapa betri, heilbrigðari og gagnsærri netmenningu fyrir börnin okkar. Netvinir er sprottið úr raunverulegri þörf foreldra í íslenskum grunnskóla. Við heyrðum skýrt að það vantaði öruggt og stýrt rými þar sem börn geta spjallað án áreitis og foreldrar geta fylgst með án þess að þurfa að brjótast inn í hin opin samfélagsmiðlakerfi.

Netvinir byggir á einföldum hugmyndum: samskipti barna eiga að vera örugg og gagnsæ – og foreldrarnir eiga að hafa yfirsýn án þess að þurfa að vera „eftirlitsmenn“. Appið byggir á mismunandi gerðum hópa:

Stýrt aðgengi

  • Börn geta ekki bætt við nýjum aðilum í hópa.
  • Allt fer í gegnum foreldra – og allir aðilar eru sýnilegir á einum stað.

Netvinir er íslenskt smáforrit sem skapar öruggan, gagnsæjan og auglýsingalausan samskiptavettvang fyrir börn á yngsta og miðstigi grunnskóla.

Öryggi og persónuvernd

Netvinir er öruggt, lokað samskiptatól innan raunverulegra tengslaneta barnsins.

  https://play.google.com/apps/internaltest/4700922237973919399

Foreldrar geta séð:

  • alla hópa barnsins,
  • alla einstaklinga sem tengjast því,
  • öll samskipti í hópum,

Afmæli og afmæliskveðjur

Við byggjum Netvinir út frá einni meginreglu: öryggi frá fyrsta degi.

  • Kerfið fylgir GDPR og íslenskum persónuverndarlögum
  • Samskipti innan spjallrása eyðast sjálfkrafa á 21 daga fresti
  • Engin gögn eru seld eða notuð til markaðssetningar
  • Appið er algjörlega auglýsingalaust
  • Geymsla og vinnsla gagna fer fram á öruggum  þjónustum
   

Fjölskylduspjall

  • Öruggur staður fyrir samtöl innan fjölskyldunnar.
  • Foreldrar stjórna aðgengi og hlutverkum.

Skóla- og bekkjarhópar

  • Kennarar geta sett upp hópa fyrir bekk eða árgang.
  • Nýtt fyrir tilkynningar, verkefni og daglegt bekkjarstarf.
  • Foreldrar hafa alltaf lesaðgang.

Vina- og áhugahópar

  • Barnið getur verið með í hópum sem foreldrar samþykkja.
  • Foreldrar sjá alla sem tengjast barninu.

Íþrótta- og tómstundahópar

  • Þjálfarar og leiðbeinendur geta haldið utan um æfingar og samskipti við bæði börn og foreldra.